Orkusýn ehf.
Eigandi og framkvæmdastjóri Orkusýnar er Sigurður Kristinsson
vélfræðingur. Sigurður hefur síðustu 15 ár starfað í orkugeiranum, að
mestu tengt uppbyggingu og rekstri jarðvarmavirkjana, og aflað sér
víðtækrar þekkingar á því sviði. Hjá Orkuveitu Reykjavíkur OR (ON)
2003 -2012 sem vélfræðingur í stjórnstöð og við jarðvarmavirkjanir
fyrirtækisins. S.l. sjö ár sem verkefnastjóri hjá Green Energy
Geothermal (GEG), við byggingu lítilla jarðvarmavirkjana í Kenía og
Íslandi alls um 90 MW og byggingu spennistöðva 11/132 Kv 45 MVA og
11/220 KV 85 MVA.
Verkefnin hafa verið fjölbreytt. Samningar við undirverktaka,
samskipti við kaupendur og fjárhagslega ábyrgð á verkefnunum.
Verkstjórn starfsmanna allt frá jarðvinnu að uppræsingu og rekstri
stöðvanna, þegar mest var umleikis í Kenía störfuðu 14 Íslendingar og
tæplega 160 Keníabúar við byggingu stöðvanna. Eftir afhendingu til
kaupanda sem ráðgjafi varðandi viðhald og rekstur.
Orkusýn ehf., hefur gott tengslanet iðnaðarmanna og verkfræðinga og
getur tekið að sér fjölbreytt verkefni, stór og smá. Í stærri
verkefnum í samstarfi við önnur fyrirtæki með sérhæfingu og reynslu
þar sem við á, verkefninu yrði stýrt af Orkusýn.