Jarðhitasýningin

Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun veitir innsýn í virkjun og nýtingu jarðvarma á Íslandi.

Á sýningunni er jarðfræði, tækni og saga sett fram á aðgengilegan og skýran hátt með myndum og margmiðlunartækni. Starfsmenn veita upplýsingar og eru reiðubúnir að fylgja gestum um sýninguna.

Orkuveita Reykjavíkur á og rekur virkjunina.

 

Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun er opin alla daga frá kl. 09:00-17:00. Hellisheiðarvirkjun er við Hringveg 1, miðja vegu milli Reykjavíkur og Hveragerðis. Stöðvarhúsið er einstakt mannvirki sem vert er að skoða. Þaðan er líka stórkostlegt útsýni.

Verðskrá

Fullorðnir 900 kr.-

Sérstakur afsláttur fyrir hópa 10 eða fleiri

Frítt fyrir börn að 16 aldri í fylgd með fullorðnum

Á Kaffi Kolviðarhóll er selt úrvals-kaffi og aðrar veitingar.

Íslensk hönnun, handverk og bækur.

Fyrirspurnir og bókanir:  JLIB_HTML_CLOAKING

Sími: 412 5800   gsm 660 9400

GPS 64°02.25'N-021°24.08'W

Opið alla daga frá kl. 9:00 - 17:00